Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Heilsu­gæsla á höfuð­borg­ar­svæðinu

Upplýsingar um starf

Starf

Teymisstjóri - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

08.05.2024

Umsóknarfrestur

21.05.2024

Teymisstjóri - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að teymisstjóra til að stýra Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna. Starfið er fjölbreytt og ber teymisstjóri ábyrgð á heildarþjónustu við skjólstæðinga teymisins.

Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna veitir annars stigs þjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Meginverkefnin eru að sinna greiningum, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu starfsstétta. Teymið starfar á landsvísu, þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi.

Um er að ræða 100 % ótímabundið starf og ráðið er í starfið frá 1.júní eða eftir nánara samkomulagið

Nánari upplýsingar um starfsemi teymisins má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Helstu verkefni og ábyrgð

Teymisstjóri heldur utan um starfsemi teymisins og ber ábyrgð á heildarþjónustu við skjólstæðinga teymis. Hann tekur þátt í þróun og uppbyggingu ADHD þjónustu innan HH og á landsvísu. Teymisstjóri starfar náið með framkvæmdastjóra Geðheilbrigðisþjónustu HH og hefur samráð við annað fagfólk í heilsugæslu. Hann heldur utan um samskipti við stofnanir og félagasamtök utan HH. Teymisstjóri sinnir einnig klínísku starfi og tekur þátt í þverfaglegri þjónustu við einstaklinga.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur

  • Meistaragráða sem nýtist í starfi

  • Þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar

  • Þekking á greiningu og meðferð fullorðinna með ADHD

  • Þekking og reynsla af vinnu með einstaklinga með geðraskanir

  • Hæfni og lipurð í samskiptum

  • Góð almenn tölvufærni

  • Íslenskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu, sem og afrit af prófskírteinum og leyfisbréfi. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslunnar við ráðningu í starfið.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.05.2024

Nánari upplýsingar veitir

Guðlaug U Þorsteinsdóttir, gudlaug.unnur.thorsteinsdottir@heilsugaeslan.is

Sími: 513-5000

Þjónustuaðili

Heilsu­gæsla á höfuð­borg­ar­svæðinu

Upplýsingar um starf

Starf

Teymisstjóri - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

08.05.2024

Umsóknarfrestur

21.05.2024