Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilsueflandi leikskóli

Umsókn um Heilsueflandi leikskóla

Með því að taka þátt í Heilsueflandi leikskóla er leikskólum landsins boðin verkfæri og stuðningur til þess að vinna markvisst að heilsueflingarstarfi í sínum leikskóla.

Markvisst heilsueflingarstarf felst í því að skapa aðstæður og umhverfi þar sem fólki getur liðið vel og fengið tækifæri til að blómstra í leik og starfi.

Þátttaka veitir

  • Aðgang að heilsueflandi.is sem er rafrænt kerfi þar sem hver leikskóli heldur utan um heilsueflingarstarf skólans

  • Leiðbeiningar um ferlið og notkun heilsueflandi.is

  • Aðgang að fyrirlestrum og fræðsluefni

  • Spjald til að hengja upp í leikskólanum

  • Stuðning gegnum síma og tölvupóst

  • Að sjá og sýna hvað þau eru að gera góða hluti!

Í hverju felst starfið?

Heilsueflandi leikskóli er ekki verkefni með upphaf og enda heldur nálgun sem nýtist í starfinu til framtíðar. Hver leikskóli vinnur á þeim hraða sem þeim hentar og reiknað er með að skólinn taki sér allt að ár í undirbúning. 

Undirbúningur

Undirbúningsvinnan felst í því að

  • mynda stýrihóp

  • skoða stöðu leikskólans

  • gera grunn að heilsustefnu

  • fylla út í gátlista á lokuðu vefsvæði sem þátttökuleikskólar hafa aðgang að. Þar getur hver og einn leikskóli metið eigin stöðu og í framhaldinu haldið utan um markvisst heilsueflingarstarf. 

Kostnaður

Þátttaka er leikskólum að kostnaðarlausu og ekki þörf á undirbúningsvinnu áður en sótt er um.

Umsóknarferli

Að sækja um felur í sér að leikskólinn hefur einsett sér að vinna markvisst að heilsueflingu í sínum leikskóla og að skólastjórnendur staðfesti það með undirskrift umsóknar. Eftir að umsókn er móttekin fær leikskólinn sendan aðgang að heilsueflandi.is auk ýmissa upplýsinga til þess að hjálpa þeim að hefja vinnuna. 

Ekki hika við að hafa samband á netfangið leikskolar@landlaeknir.is til þess að fá frekari upplýsingar.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis