Fara beint í efnið

Próf skulu fara fram samkvæmt próflýsingu og tímalengd þeirra vera sem hér segir

Skrifleg próf

Próf

Tímalengd prófs

Hóppróf

45 mínútur

Einstaklingspróf (Sérpróf, lespróf og túlkpróf)

45 – 90 mínútur

Verkleg próf

Próf

Heildartímalengd prófs

Lágmarks próftími í aksturshæfni

A1, A2, A

45 mín.

30 mín.

A aukin

40 mín.

25 mín.

B

45 mín.

35 mín.

BE

50 mín.

45 mín.

Bff

55 mín. (leigubílapróf)

45 mín.

C, C1, D1

55 mín.

45 mín.

CE, C1E

55 mín.

45 mín.

Dff, D1ff

75 mín.

60 mín.

DE, D1E

55 mín.

45 mín.

AM

40 mín.

25 mín.

T

40 mín.

25 mín.

Tímalengd prófs sem hér er tilgreind á við um prófið sjálft (munnlegt próf, æfingar á plani og próf í aksturshæfni (akstur í umferð) – eftir því sem við á auk yfirferðar á niðurstöðu prófs með próftaka). Undirbúningur og frágangur vegna prófs má ekki telja sem hluta tímalengdar prófs. Við skipulagningu prófa skal gera ráð fyrir tíma í þessa og hugsanlega aðra þætti. Fyrirlagning og framkvæmd prófa er mjög vandasöm og viðkvæm og má aldrei vinna sem akkorðsvinnu.

Prófdómarar skulu skrá á skráningarblöð verklegra prófa upphaf og lok aksturs í umferð, þ.e. hvenær ekið er úr hlaði og hvenær akstri lýkur.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa