Fara beint í efnið

Titringur getur valdið bæði óþægindum og varanlegum skaða. Titringur getur verið það sem kallað er:

  • Skeiðtitringur eða síendurtekin hreyfing. Skapast til dæmis af snúningi.

  • Tilviljanakenndur titringur. Skapast til dæmis af ferð eftir ójöfnu yfirborði.

  • Höggtitringur. Skapast til dæmis af hamarshöggi.

Titringi er skipt í annars vegar handar- og handleggstitring og hins vegar líkamstitring. Í langflestum tilfellum eru titringur og áhrif hans óæskileg.

Áhrifin og afleiðingarnar ráðast af útslagi, tíðni og tíma. Ef tilfærslan er mikil, ef hreyfingin er ör og ef titringurinn varir lengi þá verða áhrif og afleiðingar meiri.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439