Fara beint í efnið

Aukin ökuréttindi - Meirapróf

Umsókn um ökuskírteini

Munnlegt próf

Í munnlegu prófi er kannað hvort próftaki hafi þá þekkingu á gerð og búnaði ökutækisins og skilning á hlutverki ökumanns bifreiðar.

Í munnlegu prófi skal spyrja próftaka um efni úr fræðilegum og verklegum hluta námskrár, nánar tiltekið um mælaborð, öryggisbúnað, stjórntæki, vél og vagn. Hann skal geta svarað spurningum um

  • mæla og gaumljós í mælaborði, hvað hver mælir sýnir og hvaða upplýsingar hann gefur

  • stillingar á sæti og baksýnis- og hliðarspeglum, útsýni úr bifreið og hvaða hlutum beri að leggja mesta áherslu á að halda hreinum.

  • notkun öryggisbúnaðar og gerð hans og hvernig ganga megi úr skugga um ástand hans á einfaldan hátt og um ástand og virkni hemla og annarra stjórntækja.

  • gang og viðhald vélar, hvernig olía er mæld á vél og hvernig megi fylgjast með ástandi annarra vökva svo sem rúðu-, kæli- og hemlavökva.

  • um hjólbarðaskipti og notkun viðvörunarþríhyrnings.

  • notkun öryggisbúnaðar og gerð hans og hvernig ganga megi úr skugga um ástand hans á einfaldan hátt og um ástand og virkni hemla og annarra stjórntækja.

  • gang og viðhald vélar, hvernig olía er mæld á vél og hvernig megi fylgjast með ástandi annarra vökva svo sem rúðu-, kæli- og hemlavökva. Einnig um hjólbarðaskipti og notkun viðvörunarþríhyrnings.

Prófið tekur fimm til tíu mínútur og samanstendur af fimm spurningum. Próftaki þarf að svara öllum spurningum rétt en stenst próf þótt svar við tveimur spurningum sé ekki fullkomið. Próftaka er strax tilkynnt niðurstaða munnlegs próf.

Umsókn um ökuskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15