Fara beint í efnið

Kílómetragjald á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Leiðréttingar og kærur

Röng skráning kílómetrastöðu

Ef þú skráir ranga tölu getur þú skráð aftur sama dag og þá gildir seinni talan. Á miðnætti lokast fyrir skráningar næstu 30 daga.

Ef leiðrétta þarf ranga skráningu eða sækja um skráningu fyrir hönd eiganda bifreiðar má gera það með eftirfarandi umsókn.

Beiðni um lagfæringu/skráningu á kílómetrastöðu ökutækis

Leiðrétting á áætlun eða álagningu kílómetragjalds

Álagning kílómetragjalds er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu tilkynningar.

Sé áætlun eða álagning kílómetragjalds byggð á röngum upplýsingum eða forsendum má senda inn beiðni um leiðréttingu með eyðublaði RSK 15.26.

Kæra til yfirskattanefndar

Heimilt er að kæra úrskurð ríkisskattstjóra og endurákvörðun til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga um yfirskattanefnd.

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Þjónustuaðili

Skatt­urinn