Fara beint í efnið

Kílómetragjald á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Ef ekki er greitt

Afleiðingar þess að greiða ekki kílómetragjaldið.

  • Synjun um reglubundna skoðun.
    Ef þú ert með gjaldfallinn reikning vegna kílómetragjalds skal skoðunarmaður neita um skoðun.

  • Krefjast má nauðungarsölu.
    Ógreitt kílómetragjald, vanrækslugjald, dráttarvextir og innheimtukostnaður hvílir sem lögveð á bílnum. Þetta veð (skuld) hefur forgang fram yfir önnur veð sem gætu verið á bílnum, til dæmis vangreidd bílalán. Það þýðir að krefjast má nauðungarsölu á bílnum upp í skuldirnar án dóms, sáttar eða fjárnáms.

  • Framkvæma má fjárnám.
    Einnig er heimilt að innheimta gjaldfallnar skuldir vegna kílómetragjalds og vanrækslugjalds með fjárnámi hjá skráðum eiganda eða umráðamanni án dóms, sáttar eða fjárnáms.

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Þjónustuaðili

Skatt­urinn